Draumurinn að opna aðra verslun

Andrea Magnúsdóttir eigandi og hönnuður Andreu fagnar fimm ára afmæli …
Andrea Magnúsdóttir eigandi og hönnuður Andreu fagnar fimm ára afmæli verslunarinnar í dag. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður, stofnaði fatamerkið AndreA í lok árs 2008, þegar hún var enn nemi við fatahönnun í Danmörku.

„Ég stofna þetta merki í miðju hruninu og var hugmyndin sú að vera tilbúin með vinnu þegar ég kláraði skólann,“ segir Andrea.

„Ég set vefsíðuna andrea.is í loftið í desember og flyt heim eftir úrskrift vorið 2009. Ég opnaði síðan rými 24. október sem átti að vera vinnustofa þar sem ég gæti líka tekið á móti fólki ef það vildi máta flíkurnar sem voru til sölu á síðunni. Það endaði svo bara með því að ég gat ekki unnið þarna því það var enginn vinnufriður,“ segir Andrea glöð í bragði.

Langar að hanna skó og töskur

Andrea segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð og hlutirnir hafi gengið ótrúlega hratt fyrir sig. „Smám saman lengdist opnunartími verslunarinnar úr 16 í 18 og fljótlega var ég líka með opið um helgar,“ segir Andrea en hún færði sig, ásamt hönnunarteymi sínu, um sess þegar vinnustofan hafði verið opin í sex mánuði. Opnaði hún þá nýja verslun, Andreu, á Strandgötunni í miðbæ Hafnarfjarðar. Sú verslun fagnar fimm ára afmæli sínu í dag.

Í verslunininni má nálgast fatalínunar AndreA, By Black og MINIMI sem er fatalína fyrir börn. Andrea segir mikla vinnu fara í að hanna og búa til sinn eigin fatnað, enn vinnan sé einstaklinga skemmtileg. „Við erum fjögur sem vinnum allan daginn að hanna og sauma flíkurnar. Eiginmaður minn sem er grafískur hönnuður, fatahönnuður og klæðskeri.“

Andrea hóf nýlega sölu á lítilli skartgripalínu en auk þess langar henni að hanna skó og töskur, auk fatnaðar. segir hún sig alltaf vera að þróast sem hönnuð og henni langi alltaf að prufa eitthvað nýtt. „Ég er ekki nærri því hætt,“ segir Andrea.

Draumurinn að opna aðra verslun

Draumurinn er svo að opna nýja verslun í Reykjavík og leitar Andrea nú að draumahúsnæðinu. Er ekki von á öðru en það eigi eftir að ganga eftir hjá henni miðað við velgegni Andreu hingað til.

Í kvöld býður Andrea og teymi hennar svo kúnnahóp sínum, og öðrum sem vilja, í afmælisboð í versluninni að Strandgötu 19. „Við ætlum að gera okkur dagamun og fagna fimm ára afmæli verslunarinnar,“ segir Andrea en aðrar verslanir á götunni verða einnig með opið í tilefni afmælisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert