Býður sig fram til ritara

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson Bragi Þór Jósefsson

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður ætlar að bjóða sig fram í embætti ritara Sjálfstæðisflokksins. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman næstkomandi laugardag. Þá á að kjósa til embættis ritara en miðstjórnin samþykkti skipulagsbreytingarnar með miklum meirihluta og er því búist við að þær verði samþykktar. „Ritari mun bera sérstaka ábyrgð gagnvart innra starfi Sjálfstæðisflokksins. Í þrjá áratugi hef ég unnið með öflugri grasrót Sjálfstæðisflokksins um land allt sem formaður ungs sjálfstæðisfólks í Borgarnesi og á Akureyri, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, varabæjarfulltrúi í Borgarnesi og borgarfulltrúi í Reykjavík, þingmaður og ráðherra,“ segir Guðlaugur..

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert