Veiddum refum ekki lengur skilað

Veiðimenn eru ósammála því að ref sé að fækka.
Veiðimenn eru ósammála því að ref sé að fækka. mbl.is/Árni Sæberg

Rjúpnaskyttur eru ósammála því mati Náttúrufræðistofnunar Íslands (NÍ) að mikil fækkun hafi orðið á refum. Þetta mátti lesa á spjallvefjum og samfélagsmiðlum eftir fyrstu veiðihelgina á rjúpu. Veiðimenn kvörtuðu margir yfir lítilli rjúpnaveiði en sögðust víða hafa séð mikið af tófusporum.

„Tófan búin að kemba svæðið,“ skrifaði veiðimaður á Suðurlandi á Facebook. Annar sem var á Holtavörðuheiði sá „hrikalega mikið af tófuförum“ og veiðimaður á sömu slóðum kvaðst aldrei hafa séð jafnmikið af tófusporum. Í svipaðan streng tóku veiðimenn sem höfðu verið á Snæfellsnesi, á Norðurlandi vestra og Vesturlandi. Veiðimaður á Suðvesturlandi sagði greinilegt að tófan hefði fínkembt svæðið. Hann var þeirrar skoðunar að tófan rændi eggjum rjúpna og hreinsaði svo upp þá unga sem upp kæmust.

Á spjallvef var greint frá tveimur veiðimönnum sem fóru vestur á firði á rjúpna- og refaveiðar um helgina. Afraksturinn var átta refir, þrír minkar og sex rjúpur.

Náttúrufræðistofnun byggir mat á stærð refastofnsins á hræjum veiddra refa og aldurssamsetningu þeirra. Einar Haraldsson, tæknifræðingur og skotveiðimaður til 30 ára, benti á að þegar sveitarfélög hættu að greiða fyrir refaskott hefðu margir veiðimenn hætt að skila veiddum refum. Einar telur líklegt að þetta eigi þátt í því að NÍ telji að refastofninn sé á niðurleið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert