Ekki sagt frá því sem máli skiptir

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Raunhæfur mælikvarði á gæði heilbrigðiskerfis er meðalaldur landsmanna, ungbarnadauði og lífaldur fólks sem greinst hefur með lífshættulega sjúkdóma. Í þessum efnum er árangur okkar heilbrigðiskerfis með því allra besta í heiminum.“ Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á vefsíðu sinni í dag.

Brynjar segir vinstrisinnaða álitsgjafa náð að telja fólki trú um að heilbrigðiskerfið væri verra hér á landi en víðast hvar annars staðar, menntakerfið og jafnrétti til náms sætti aðför og ójöfnuður væri meiri en í öðrum löndum. Ennfremur að skattalækkun sé skattahækkun og allt þetta sé í boði Sjálfstæðisflokksins. Staðreyndin sé sú að frá því að núverandi ríkisstjórn hafi tekið við völdum hafi verið bætt 10 milljörðum í rekstur og uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu. Þar af hafi mest farið til Landspítalans. „Hafi heilbrigðiskerfið einhvern tíma mátt sæta aðför var það í tíð hreinu og tæru vinstri stjórnarinnar á síðasta kjörtímabili.

Þingmaðurinn sakar fjölmiðla um að sjá enga ástæða til að fjalla um það sem skiptir almenning máli „eins og það að náðst hefur að halda verðbólgu undir 2%, kaupmáttur hafi aukist um 4% á einu ári, ný störf skapast og atvinnuleysi því ekki verið minna í 6 ár og skuldasöfnun ríkisins hætt. Nei, frekar skal reynt að berja á ríkisstjórninni vegna leka á upplýsingum um flóttamann á hverjum degi í heilt ár, upplýsingum sem þó lágu að mestu fyrir annars staðar, og byssukaupum lögreglu, sem eru bara venjuleg endurnýjun á tækjabúnaði hennar og í samræmi við reglur sem lengi hafa gilt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert