Svona er mengunarspá dagsins

Gasmengun gæti orðið á Suður- og Suðvesturlandi síðdegis og í …
Gasmengun gæti orðið á Suður- og Suðvesturlandi síðdegis og í kvöld. Af vef Veðurstofu Íslands

Í dag er spáð hægri breytilegri átt og má þá búast við að mengun frá eldgosinu í Holuhrauni verði bundin við svæðið umhverfis gosstöðvarnar og gæti náð verulegri útbreiðslu. Seinni partinn og í kvöld er hætt við gasmengun á Suður- og Suðvesturlandi.

Á morgun, fimmtudag, er spáð austanátt og má búast við gasmengun vestan eldstöðvanna, við Faxaflóa, Breiðafjörð og norður á Húnaflóa, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert