Minniháttar eldsvoði í Hafnarfirði

Um miðnætti voru slökkvilið og lögregla kölluð út í íbúðarhús í Hafnarfirði vegna elds. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði eldur kviknað í perustæði í ljósi og hafði húsráðandi slökkt eldinn þegar komið var á staðinn en slökkviliðsmenn könnuðu hvort frekari eldsmatur væri á staðnum. EKki urðu miklar skemmdir vegna brunans en húsráðandi ætlaði að gista annars staðar í nótt í öryggisskyni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert