Varað við roki undir Eyjafjöllum

Það hreyfðist vart hár á höfði fólks undir Eyjafjöllum á …
Það hreyfðist vart hár á höfði fólks undir Eyjafjöllum á sunnudag en nú er varað við roki þar síðdegis í dag. mbl.is/Gúna

Búast má við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal seinni partinn og einnig SA-til á morgun, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Vaxandi austanátt og þykknar upp, 18-25 m/s og rigning eða slydda syðst undir kvöld, en annars þurrt að kalla. Austan 23-28 m/s um tíma syðst í nótt og fyrramálið. Austan og norðaustan 18-23 og víða talsverð rigning eða slydda á morgun, jafn vel mikil úrkoma SA-til. Hiti 1 til 6 stig S-til að deginum, en frost annars 0 til 5 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert