Verkfræðistofur hasla sér völl víða

Í Stafangri vinna fjórir á vegum EFLU við olíuráðgjöf.
Í Stafangri vinna fjórir á vegum EFLU við olíuráðgjöf.

Stórar verkfræðistofur hér á landi sækja talsverðan hluta verkefna sinna til annarra landa, ekki síst Noregs, þótt stór hluti þeirra sé unninn af starfsmönnum þeirra hér á landi.

Þannig eru verkfræðistofurnar Verkís og EFLA með mikil verkefni erlendis og tekjur af þeim verkefnum nema allt að 40% af árstekjum stofanna, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi verkfræðistofanna ytra í Morgunblaðinu í dag.

Verkís er með allskyns verkefni, í byggingum, skólum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum byggingarverkefnum þeim tengdum. Auk þess hefur stofan verið með verkefni í Tansaníu, Kenía, Tyrklandi, Georgíu og Indlandi. Þá kemur fram í Morgunblaðinu, að EFLA er með starfsemi á nokkrum stöðum erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert