Félag keypti 31 íbúð við Slippinn

Húsið Mýrargata 26 stendur við sjóinn.
Húsið Mýrargata 26 stendur við sjóinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einkahlutafélagið MýrlnVest keypti í árslok 2012 alls 31 af 68 íbúðum í óbyggðri blokk á Mýrargötu 26. Húsið er við Reykjavíkurhöfn og byggt á svonefndum Slippreit. Fyrstu íbúarnir eru nú að koma sér fyrir í húsinu.

Fram kemur í kaupsamningi frá 14. nóvember 2012 að Byggakur hafi selt MýrInVest samtals 31 íbúð. Stæði í bílageymslu fylgja hverri íbúð, ásamt stæði í bílageymslu, ein skrifstofa og fjórir bílskúrar í kjallara, ásamt öllu öðru sem eignunum fylgir, þar með talin lóðaréttindi.

Samanlagt eru íbúðirnar 31 rúmlega 4.243 fermetrar og skrifstofan 77 ferm., alls 4.320 ferm. Kaupverðið var tæplega 1.468,2 milljónir króna eða um 340 þúsund kr. á fermetra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert