Fjörutíu vændismál til meðferðar

Vændi
Vændi AFP

Ríkissaksóknari gaf 3. október síðastliðinn út fjörutíu ákærur á hendur jafn mörgum karlmönnum fyrir meint brot gegn 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga, þ.e. að kaupa vændi. Ríkissaksóknara bárust í lok júlí 64 mál frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en 24 voru látin niður falla.

Þetta kemur fram á vefsvæði ríkissaksóknara. Þá kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að lögreglu hafi grunað að um mansal væri að ræða í tengslum við konu á fertugsaldri sem seldi sig körlum í gegnum vefsvæði á netinu. Haft var eftir yfirmanni rannsóknardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum að það hafi verið ástæða þess að ráðist var í rannsóknina. Ekki hafi tekist að sanna að konan stundaði mansal og er hún farin úr landi. Viðskiptavinir hennar sitja hins vegar í súpunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert