Ráðuneytin nú þrifin á daginn

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið. mbl.is/Hjörtur

„Breytingarnar leiddu til uppsagna sautján starfsmanna rekstrarfélagsins sem voru flestir í hlutastörfum. Meðalstarfsaldur var um ellefu ár. Þær tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn og er uppsagnarfrestur frá þremur til sex mánaða.“

Þetta segir í svari Guðmundar H. Kjærnested, framkvæmdastjóra rekstrarfélags Stjórnarráðsins, um ástæður þess að sautján konum var sagt upp störfum við ræstingar hjá fjórum ráðuneytum. Um er að ræða fjármála- og efnahags-, innanríkis-, mennta- og menningarmála- og umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Guðmundur segir í Morgunblaðinu í dag, að leitað verði leiða til að starfsmönnunum gefist kostur á starfi hjá nýjum rekstraraðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert