Hugaði að játningu á mánudag

Gísli Freyr Valdórsson er fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. …
Gísli Freyr Valdórsson er fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Hann hefur viðurkennt að hafa lekið upplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gísli Freyr Valdórsson, fv. aðstoðarmaður innanríkisráðherra, byrjaði að tala á þeim nótum að hann ætlaði að játa leka á upplýsingum á mánudag, áður en saksóknari tilkynnti að hann hygðist leggja fram ný gögn í málinu. Þetta sagði verjandi Gísla í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla, sagði að lítið í þeim gögnum sem saksóknari lagði fram í lekamálinu upphaflega hafi bent til sektar skjólsstæðings síns og fullyrðingar í lögregluskýrslu sem lögð var fram hafi byggst á veikum grunni.

Hann hafi hins vegar horft upp á Gísla Frey „sökkva dýpra og dýpra“ eftir því sem aðalmeðferð málsins nálgaðist og hann hefði á mánudag byrjað að tala á þeim nótum að hann ætlaði að játa á sig sök. Það hafi ekki verið fyrr en eftir það sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hafi tilkynnt þeim að hann hygðist leggja fram ný gögn í málinu.

Þá lagði Ólafur áherslu á að brot Gísla hefði ekki verið hefndaraðgerð að yfirlögðu ráði heldur skyndihugdetta þar sem hann hefði legið á sófanum heima hjá sér um að bæta við skjalið og senda tveimur kunningjum sínum. Ástæðan hafi verið sú að hann teldi að ekki ætti aðeins að fjalla um jákvæða hluti við hælisleitendur heldur einnig þá neikvæðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert