Bæjarfulltrúar lækka laun sín

Í Reykjanesbæ.
Í Reykjanesbæ. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær tillögu um að lækka föst laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna um 5%.

Ákvörðunin er liður í aðhaldsaðgerðum sem undirbúnar eru í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.

Reykjanesbær er skuldugur, að því er fram kom í úttekt á fjárhag bæjarins. Kynnt hefur verið áætlun um að draga úr útgjöldum og auka tekjur með hækkun skatta. Unnið er samkvæmt áætlun sem nefnd er Sóknin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert