Lagt til að borgin styðji áfengisfrumvarpið

mbl.is/Heiddi

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi borgarstjórnar fram ályktunartillögu  sem snýr að því að skora á Alþingi að samþykkja áfengisfrumvarpið svokallaða.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík kemur fram, að Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi hafi talað fyrir tillögunni. Hún hafi m.a. vísað í aðalskipulag Reykjavíkurborgar, en samkvæmt því skuli stuðla að því að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana svo hverfin séu sem sjálfbærust.

Þá kemur fram, að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjaavíkur, hafi gert að tillögu sinni að vísa tillögu sjálfstæðismanna til meðferðar borgarráðs. 

Hildur sagði það valda vonbrigðum og bætti við að það væri óskandi að tillöguna dagaði ekki uppi í borgarkerfinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert