Vín í verslanir

Með frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls.

Býður þingmönnum í „meðferð“

6.4. „Áfengi í verslanir - og hvað svo?“ þannig hefst leiðari Varðar Leví Traustasonar, framkvæmdastjóra Samhjálpar, í nýjasta tölublaði Samhjálpar. Þar fjallar Vörður um áfengisfrumvarpið. Meira »

Auðvelt að fá áfengi upp að dyrum

27.3. Auðvelt er fyrir ungt fólk í dag að nálgast áfengi og ómögulegt er að horfa fram hjá því. Með tilkomu einkarekinna verslana sem selja áfengi ætti áfengisfrumvarpið sem er nú til umræðu ekki að auka aðgengi ungs fólk enda breytast reglurnar um áfengiskaupaaldur ekki. Meira »

Opin fyrir því að laga frumvarpið

21.3. „Það er mjög gott að fá umsagnir, sérstaklega þær málefnalegu með hugmyndum um bætingu á frumvarpinu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálnefndar og einn flutningsmanna áfengisfrumvarpsins í samtali við mbl.is. Meira »

Aukið aðgengi eykur skaða

18.3. Aukið aðgengi að áfengi mun auka tíðni áfengistengdra sjúkdóma og skaða tengdan þeim. Þetta kom fram í máli Hlyns Davíðs Löve, læknis við Landspítalann, á hádegisfundi í Iðnó í dag. Meira »

Atlaga að árangri í forvörnum

10.3. „Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á áfengi er atlaga að þeim frábæra árangri sem náðst hefur í forvörnum á Íslandi, ekki síst meðal ungmenna í Reykjavík á undanförnum 20 árum.“ Meira »

Vel hægt að færa áfengisverslun til einkaaðila

4.3. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist þeirrar skoðunar að vel sé hægt að færa verslun með áfengi í hendur einkaaðila. Vissulega séu mörg mál sem skipti þjóðina miklu meira máli en áfengisfrumvarpið sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi en það komi ekki í veg fyrir að hægt sé að ræða málið. Meira »

Sofnar frumvarpið í nefnd?

1.3. Fjórir af níu nefndarmönnum í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd eru flutningsmenn áfengisfrumvarpsins en fyrstu umræðu þess lauk á Alþingi í gærkvöldi. Var frumvarpið í kjölfarið sent í nefnd. Meira »

Hvetja þingmenn til að samþykkja áfengisfrumvarpið

28.2. Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hefur ítrekað stuðning sinn við frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á áfengi og fagnar sérstaklega áformum um að heimila auglýsingar á áfengi. Meira »

74% Íslendinga andvíg sölu sterks áfengis í matvöruverslunum

28.2. 58% þjóðarinnar eru andvíg því að heimila sölu léttvíns í matvöruverslunum. Um 32% eru því fylgjandi. Andstaðan hefur aukist frá febrúarbyrjun 2016, þegar 52% voru andvíg en 35% fylgjandi sölu léttvíns í matvöruverslunum. Meira »

„Sleppum því að orðlengja þetta“

24.2. „Við þurfum ekki að ræða þetta fram og til baka. Þingmenn þurfa ekki að berjast fyrir því að málið komist ekki í venjulega þinglega meðferð og fái ekki atkvæðagreiðslu í þinginu. Greiðum atkvæði um það og sjáum hvernig það fer.“ Meira »

Vilja ekki vín í verslanir

24.2. Meirihluti landsmanna er andvígur því að áfengi verði selt í matvöruverslunum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. Meiri andstaða er við að sterk vín verði seld í matvöruverslunum en bjór og léttvín. Meira »

Leggjast gegn áfengisfrumvarpinu

23.2. Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra skora á stjórnvöld að samþykkja ekki frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak og setja þar með velferð barna og unglinga í forgang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Meira »

Rúmlega tvö þúsund undirritað

22.2. Rúmlega tvö þúsund manns hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista gegn frum­varpi um að leyfa frjálsa sölu áfeng­is og áfengisaug­lýs­ing­a á vefn­um www.allraheill.is. Skráningin var opnuð í gær. Meira »

Hvetja þingmenn til þess að fella frumvarpið

16.2. Stjórn Krabbameinsfélags Íslands lýsir yfir andstöðu sinni við frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi sem felur í sér afnám einkaleyfis Áfengis-og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar. Meira »

„Í guðanna bænum gerið það ekki“

3.2. Birgir Jakobsson landlæknir telur það mikið óheillaskref ef fyrirhugað frumvarp um breytingu á smásölu áfengis verður að lögum. Meira »

Varað við áfengisfrumvarpinu

4.4. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði um að aukið aðgengi að áfengi gæti leitt til aukinnar neyslu og þar með haft slæm áhrif á líðan barna. Vísaði hún til fyrirhugaðs áfengisfrumvarps undir liðnum störf þingsins á Alþingi. Meira »

Segja áfengisfrumvarpið ógn við almannaheill

21.3. Áfengisfrumvarpið er ógn við almannaheill sem stangast á við stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnavörnum. Þá vinnur það gegn forvarnarstarfi sveitarfélaga auk þess að stangast á við aðgerðaráætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar gegn lífsstílstengdum sjúkdómum sem og nýlega samþykktum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Þrír með en 65 á móti

20.3. 69 umsagnir um nýtt áfengisfrumvarp má finna á vef Alþingis. Þrjár þeirra eru jákvæðar í garð frumvarpsins en restin er nokkuð neikvæð. Þeir sem leggjast gegn frumvarpinu eru af ýmsum toga en þar má m.a. finna Bruggverksmiðjuna Kalda og Stefán Pálsson, sagnfræðing og bjóráhugamann. Meira »

Álykta gegn áfengisfrumvarpi

16.3. Héraðssambandið Skarphéðinn á Suðurlandi ályktar harðlega gegn áfengisfrumvarpi sem er til meðferðar á Alþingi. Alls eru 20 þúsund félagar innan vébanda HSK. Meira »

Vildi ekki gefa upp afstöðu sína

6.3. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra vildi ekki gefa upp afstöðu sína gagnvart áfengisfrumvarpinu svokallaða í fyrirspurnum á Alþingi í dag en sagðist ekki styðja aðgerðir sem yrðu til þess að auka stórlega aðgengi að áfengi og auka neyslu og samfélagslegan kostnað. Meira »

Hvetja þingmenn til að hafna frumvarpinu

2.3. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ályktar gegn breytingu á lögum um verslun með áfengi. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar í gær. Meira »

Áfengisfrumvarpið til nefndar

28.2. Fyrstu umræðu um áfengisfrumvarpið svonefnt lauk á Alþingi klukkan rúmlega hálfníu í kvöld og var það sent til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd. Verði frumvarpið afgreitt frá nefndinni fer það til annarrar umræðu en lagafrumvörp þarf að ræða samtals við þrjár umræður í þinginu. Meira »

Hvaða áhrif hefur þetta á börn?

28.2. „Hvert er frelsið þegar upp er staðið ef það er í formi þess að íþyngjandi sjúkdómar, íþyngjandi álag á allt okkar innviðakerfi er niðurstaðan?“ spurði Bjarkey Olsen, þingmaður VG, í umræðum um áfengisfrumvarpið á Alþingi í dag. Meira »

Óttast áhrifin annarsstaðar

28.2. Heilbrigðisráðherra Noregs, Bent Høie, óttast hvaða áhrif það getur haft á áfengissölu í Noregi ef Alþingi samþykkir að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Á sama tíma og Íslendingar og Finnar ætli að veita meira frelsi í sölu á áfengi þá reyni önnur ríki að draga úr slíku aðgengi. Meira »

Frumvarpið fái þinglega meðferð

24.2. „Ég er andstæðingur frumvarpsins en við þurfum auðvitað að leyfa málinu að ganga fram,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar um svonefnt áfengisfrumvarp. Meira »

Afnám einkaleyfis en ekki aukið aðgengi

23.2. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið eins og það hefur verið sett fram. Engu að síður styður hann að einkaleyfi ríkisins til sölu áfengis verði afnumið. Hann segir að í afstöðu sinni felist umhyggja en ekki forræðishyggja. Meira »

Vill að Alþingi hafni áfengisfrumvarpi

22.2. Bæjarstjórn Seltjarnarness hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar. Meira »

Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu

16.2. UNICEF á Íslandi, Barnaheill og umboðsmaður barna gagnrýna harðlega frumvarp um að einkasala ríkisins á smásölu áfengis verði lögð af og að heimilt verði að auglýsa áfengi hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu þeirra. Meira »

Meirihlutinn mótfallinn áfengi í búðir

14.2. Meirihluti Íslendinga er mótfallinn nýju áfengisfrumvarpi sam­kvæmt könn­un Zenter sem fram fór dagana 9. til 14. febrúar.  Meira »

Vill þjóðaratkvæði um áfengisfrumvarpið

3.2. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vill að frumvarp um breytingu á smásölu áfengis verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að hennar mati þurfi Alþingi að ræða um mikilvægari mál. Meira »