Vín í verslanir

Með frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, er lagt til að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls.

„Sleppum því að orðlengja þetta“

12:12 „Við þurfum ekki að ræða þetta fram og til baka. Þingmenn þurfa ekki að berjast fyrir því að málið komist ekki í venjulega þinglega meðferð og fái ekki atkvæðagreiðslu í þinginu. Greiðum atkvæði um það og sjáum hvernig það fer.“ Meira »

Vilja ekki vín í verslanir

10:41 Meirihluti landsmanna er andvígur því að áfengi verði selt í matvöruverslunum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR. Meiri andstaða er við að sterk vín verði seld í matvöruverslunum en bjór og léttvín. Meira »

Leggjast gegn áfengisfrumvarpinu

í gær Stjórn Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra skora á stjórnvöld að samþykkja ekki frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak og setja þar með velferð barna og unglinga í forgang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Meira »

Rúmlega tvö þúsund undirritað

22.2. Rúmlega tvö þúsund manns hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista gegn frum­varpi um að leyfa frjálsa sölu áfeng­is og áfengisaug­lýs­ing­a á vefn­um www.allraheill.is. Skráningin var opnuð í gær. Meira »

Hvetja þingmenn til þess að fella frumvarpið

16.2. Stjórn Krabbameinsfélags Íslands lýsir yfir andstöðu sinni við frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi sem felur í sér afnám einkaleyfis Áfengis-og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar. Meira »

„Í guðanna bænum gerið það ekki“

3.2. Birgir Jakobsson landlæknir telur það mikið óheillaskref ef fyrirhugað frumvarp um breytingu á smásölu áfengis verður að lögum. Meira »

Telur stuðning í þingflokknum mikinn

3.2. Frumvarp um afnám einkasölu ÁTVR á bjór og léttvíni verður lagt fram á Alþingi á næstunni. Flutningsmenn frumvarpsins koma úr fjórum flokkum, Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Meira »

Drekka nánast jafn mikið og karlar

25.10. Konur drekka álíka mikið og karlar í dag ólíkt því sem var fyrir einni öld. Þetta þýðir að vandamál tengd áfengisneyslu herja jafnt á konur, einkum ungar konur, og karla, svo sem áfengissýki og sjúkdómar tengdir ofneyslu áfengis. Hér skiptir miklu hversu auðvelt er að nálgast áfengi. Meira »

Meirihlutinn styður áfengisfrumvarp

15.3. Áfengisfrumvarpið hefur nú verið afgreitt úr allsherjarnefnd Alþingis, en meirihluti nefndarinnar samþykkti málið með tveimur breytingartillögum. Þetta staðfestir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Vill endurskoða fyrirkomulag áfengissölu

9.3. Samkeppniseftirlitið er fylgjandi því að núgildandi fyrirkomulag við sölu áfengis verði endurskoðað. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak sem miðar að því að afnema einkasölu ríkisins á áfengi. Meira »

Fagna markmiðum frumvarpsins

15.2.2016 „Samtökin fagna markmiðum frumvarpsins um afnám einokunar á áfengissölu sem getur haft í för með sér margvíslega hagræðingarmöguleika. Samtökin vilja þó koma á framfæri að þau telja að svo stöddu að smásala áfengis ætti einungis að vera heimil innlendum framleiðendum áfengis sem vilja selja framleiðslu sína af framleiðslustað að gefnum ákveðnum skilyrðum.“ Meira »

Ekki spurning um frelsi eða ríkisrekstur

18.1.2016 Sala áfengis í matvöruverslunum er ekki spurning um frelsi eða ríkisrekstur. Málið snýst aftur á móti um að koma í veg fyrir eitt versta heilsufarsvandamál ungs fólks sem er alkóhólismi. Þetta var meðal þess sem Kári Stefánsson sagði í Íslandi í dag, en þar mætti hann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Meira »

„Fara alkóhólistar ekki í IKEA?“

17.1.2016 „Hvort að ríkið selur þetta eða ekki finnst mér ekki skipta nokkru máli. Ef mönnum finnst það slæmt að ríkið skuli vera að selja þetta og ef menn eru sammála um að ríkið eigi ekki að sjá um sölu á áfengi - þá má bara selja ÁTVR,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Meira »

Sömdu Hagar frumvarpið?

17.1.2016 „Þetta er eitt púsl af mörgum hjá mér í þeirri baráttu að láta ríkið einbeita sér að því sem það á að vera að þjónusta en ekki nýta fjármuni í eitthvað sem aðrir geta gert betur,“ sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Meira »

Ítreka andstöðu við áfengisfrumvarpið

12.11.2015 Í tilkynningu til fjölmiðla ítrekar SAMAN-hópurinn andstöðu sína við framkomnar tillögur að breytingum á áfengislögum og segir aukið aðgengi að áfengi vera skref aftur á bak í vernd barna gegn óæskilegum áhrifum áfengisneyslu. Meira »

Frumvarpið fái þinglega meðferð

11:50 „Ég er andstæðingur frumvarpsins en við þurfum auðvitað að leyfa málinu að ganga fram,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar um svonefnt áfengisfrumvarp. Meira »

Afnám einkaleyfis en ekki aukið aðgengi

í gær Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki geta stutt áfengisfrumvarpið eins og það hefur verið sett fram. Engu að síður styður hann að einkaleyfi ríkisins til sölu áfengis verði afnumið. Hann segir að í afstöðu sinni felist umhyggja en ekki forræðishyggja. Meira »

Vill að Alþingi hafni áfengisfrumvarpi

22.2. Bæjarstjórn Seltjarnarness hvetur alþingismenn til þess að hafna frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á smásölu áfengis og heimilar áfengisauglýsingar. Meira »

Skora á þingmenn að hafna frumvarpinu

16.2. UNICEF á Íslandi, Barnaheill og umboðsmaður barna gagnrýna harðlega frumvarp um að einkasala ríkisins á smásölu áfengis verði lögð af og að heimilt verði að auglýsa áfengi hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu þeirra. Meira »

Meirihlutinn mótfallinn áfengi í búðir

14.2. Meirihluti Íslendinga er mótfallinn nýju áfengisfrumvarpi sam­kvæmt könn­un Zenter sem fram fór dagana 9. til 14. febrúar.  Meira »

Vill þjóðaratkvæði um áfengisfrumvarpið

3.2. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vill að frumvarp um breytingu á smásölu áfengis verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að hennar mati þurfi Alþingi að ræða um mikilvægari mál. Meira »

Leggja áfengisfrumvarpið fram aftur

2.2. Þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram lagafrumvarp á Alþingi þess efnis að einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) á smásölu áfengis verði aflagt og smásala að ákveðnu marki gerð frjáls. Meira »

Óvíst með áfengisfrumvarp

22.4. „Við verðum bara að sjá hvernig þingstörfin þróast. Þetta er ekki forgangsmál heldur hugsjónamál,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og vísar í máli sínu til hins svokallaða áfengisfrumvarps, sem felur í sér að heimilt verður að selja áfengi í verslunum. Meira »

Gengur í berhögg við vímuvarnastefnu

9.3. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði heilbrigðisráðherra um að ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar í áfengis- og vímuvarnarmálum vegna áfengisfrumvarpsins sem liggur fyrir Alþingi. Ráðherrann sagðist ekki talsmaður þess að áfengissölu væri best fyrir komið í höndum ríkisstarfsmanna. Meira »

Vilja ekki áfengi í matvöruverslanir

16.2.2016 Meirihluti landsmanna, eða 52%, er andvígur því að léttvín verði selt í matvöruverslunum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu. Rúmur þriðjungur, eða 35%, er því hins vegar hlynntur. Meira »

Vill að áfengisfrumvarpinu verði hafnað

8.2.2016 „Fjölmargar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi auki neyslu í samfélaginu, en slíkt hefur verulegar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir börn, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt,“ segir í umsögn Umboðsmanns barna um svonefnt áfengisfrumvarp sem felur í sér að ríkið láti af einkasölu sinni á áfengi og sala þess verði gefin frjáls. Meira »

Þingmaðurinn gefi sig fram

17.1.2016 Albert Guðmundsson, formaður Heimdallar, hefur nú stungið sér inn í umræðu dagsins og auglýsir eftir þingmanninum sem hélt því fram við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að áfengisfrumvarpið svonefnda væri samið af Högum. Meira »

Ummæli Kára „ómakleg og ósönn“

17.1.2016 Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu fyrir hönd fyrirtækisins vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sagði Kári þar áfengisfrumvarpið svonefnda vera samið af Högum. Meira »

Hagar bjóða upp á Euroshopper-bjór

13.1.2016 Fyrsta varan sem fyrirtækið Hagar ætlar að bjóða upp á sem heildsöluaðili áfengis er Euroshopper-bjór. Hann verður fáanlegur í verslunum ÁTVR en ef áfengisfrumvarpið verður samþykkt verður hann seldur bæði í verslunum Hagkaupa og Bónuss. Meira »

Áfengisfrumvarpið flutt aftur

10.9.2015 Sextán þingmenn úr fjórum stjórnmálaflokkum eru flutningsmenn frumvarps um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak og fleiri lögum en markmið lagabreytingarinnar er að ríkið láti af einkasölu sinni á áfengi og sala þess verði gefin frjáls. Meira »