Ég brjálaðist ég var svo glaður

„Ég brjálaðist, ég var svo glaður,“ segir Óliver Sveinsson, einn af sigurvegurunum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í ár, sem að þessu sinni koma úr Seljaskóla. Krakkarnir sem eru 35 talsins hafa unnið að atriðinu sleitulaust í tvo og hálfan mánuð. Í gær var frí í skólanum vegna starfsdags og því hlupu þau sigurhring um skólann í dag við mikinn fögnuð.

Atriðið nefnist: Allt til fjandans farið og í því er fjallað um samband mannfólksins við tæknina sem þau segja geta farið úr böndunum sé ekki að gáð. Símanotkun í skólunum sé ágætt dæmi um hversu stórt hlutverk símar eru farnir að leika í lífi fólks.

mbl.is hljóp sigurhringinn með sigurliðinu í dag og ræddi við þessa hæfileikaríku krakka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert