Opna fjögurra stjörnu hótel í Lækjargötunni

Íslandsbanki verður að hóteli
Íslandsbanki verður að hóteli mbl.is/Golli

Fulltrúar Íslandsbanka annars vegar og Íslandshótela og Hafnareyjar, dótturfélags Minjaverndar, hins vegar skrifuðu undir kaupsamning í gær vegna fasteignarinnar Lækjargötu 12. Samkvæmt Fasteignaskrá var húsið byggt 1962.

Hjá bankanum fengust þær upplýsingar að nokkur tilboð hefðu borist í eignina. Þau fólu öll í sér byggingu hótels á reitnum sem mun vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Kaupverð er trúnaðarmál.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir undirbúning nýja hótelsins á frumstigi. Engar teikningar hafa verið gerðar af mögulegu útliti þess. Bílastæði er á syðri hluta lóðarinnar. Húseignin Lækjargata 12 er byggð í anda módernismans, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert