Væntanlegt á næstu vikum

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að frumvarp um stjórnun fiskveiða og álagningu veiðigjalds sé á lokavinnslustigi og verði lagt fram á Alþingi á næstu vikum.

Ráðherrann kynnti forystumönnum Samfylkingarinnar hugmyndir frumvarpsins í gær og kvaðst Árni Páll Árnason bundinn trúnaði um efnisatriði, en þær hugmyndir sem fram komu í fjölmiðlum í gær um innihaldið væru ekki til þess fallnar að skapa nauðsynlega þjóðarsátt um málið, að því er fram kemur í fréttaskýringu um frumvarpið í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt heimildum blaðsins er hugmyndin í væntanlegu frumvarpi sú að hverfa frá núverandi fyrirkomulagi á úthlutun aflaheimilda og taka þess í stað upp nýtingarsamninga við útgerðir til ákveðins árafjölda. Er gert ráð fyrir 23 ára tímabili; mögulegri uppsögn eftir 8 ár og 15 ára uppsagnarfresti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert