Nýtt hitamet í Reykjavík?

Spáð er hlýju veðri á landinu næstu daga.
Spáð er hlýju veðri á landinu næstu daga. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Meðalhiti í Reykjavík það sem af er ári er mjög nálægt því að vera sá mesti frá árinu 1949. Haldi hlýindin sem hafa verið síðustu daga áfram gæti metið frá árinu 2003 því fallið.

Þetta kemur fram í veðurbloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings. Meðalhiti ársins til dagsins í dag er 6,67 stig í Reykjavík og hefur aðeins einu sinni verið hærri á árabilinu 1949-2013, en það var árið 2003 þegar hann var 6,80 stig.

Trausti segir að spár um þær tæpu sex vikur sem eftir lifa af árinu séu ekki sérlega áreiðanlegar, en samt virðist þrálátir kuldar varla í augsýn.

Veðurstofan spáir hlýju veðri næstu daga. Síðasta sólarhring fór hiti upp fyrir 10 stig á nokkrum stöðum á landinu, m.a. við Hafnarfjall og Búlandshöfða.

Bloggsíða Trausta Jónssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert