Vill reisa átthyrnda búð í stað skúranna

Ragnar Bjarnason söngvari keypti blómvönd í Blómatorginu í gær til …
Ragnar Bjarnason söngvari keypti blómvönd í Blómatorginu í gær til að leggja á leiði föður síns, Bjarna Böðvarssonar hljómsveitarstjóra, sem fæddist 21. nóvember 1900 og dó sama dag 55 árum síðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Þórir Sigurðsson, eigandi blómaverslunarinnar Blómatorgsins á mótum Birkimels og Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkurborgar, hefur sótt um leyfi til þess að fjarlægja núverandi húsnæði og reisa í staðinn átthyrnda verslun á einni hæð.

Sigurður Guðmundsson, faðir Sigurðar, fékk torgsöluleyfi og byrjaði að selja blóm út um lúgu í fimm fermetra skúr á lóðinni 1949. Fimm árum síðar var húsnæðið stækkað í 30 fermetra, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í sambyggðum skúr var söluturn og undanfarin ár hefur hann verið hluti blómaverslunarinnar, einkum nýttur sem lager. Sigurður yngri byrjaði að vinna með föður sínum 1963, tók við af honum 1990 og hefur rekið verslunina síðan, nú með þremur öðrum starfsmönnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert