Dregur úr landbroti

Jökulsárbrú er einbreið en endurnýjun er ekki á vegaáætlun.
Jökulsárbrú er einbreið en endurnýjun er ekki á vegaáætlun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landbrot hefur lítið verið undanfarin ár á ströndinni framan við Jökulsárlón. Frá 2011 hefur ströndin þó sums staðar brotnað um 10 metra en annars staðar færst út um sömu vegalend. Grafið hefur úr botni Jökulsár og þarf að aka meira efni í grjótþröskulda sem eru beggja vegna brúarinnar.

Vegna hraða landbrotsins voru mikilvæg mannvirki talin í hættu, hringvegurinn ásamt brúnni á Jökulsá, byggðalínan og raflína í Öræfi. Gerðar voru áætlanir um viðbrögð ef landbrotið héldi áfram með sama hraða, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Færa átti veglínuna austan við Jökulsárbrú ofar í landið sem og Byggðalínuna. Jafnframt var hafist handa við að verja bakka árinnar og ströndina. Síðar hafa komið fram hugmyndir um að það gæti verið neyðarúrræði að stífla Jökulsá og byggja nýja brú á gamlan farveg árinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert