Stálu 10 metra ljósamastri

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Á mánudag eða þriðjudag hvarf af vinnusvæði Ístaks við Suðurlandsveg í Hveradölum hvarf rafstöð með um 10 metra ljósamastri. Rafstöðin var á hjólum með beisli til að hengja aftan í ökutæki. Verðmæti þessa er um tvær milljónir króna. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvarf rafstöðvarinnar eða vita hvar hún er niðurkomin eru beðnir að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Á milli klukkan níu og tíu á laugardag var brotist inn í Hlöllabáta við Austurveg á Selfossi. Talið er að þjófurinn hafi náð að hafa á brott skiptimynt. Ekki er vitað hver þar var á ferð og því biður lögregla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 480 1010.

Sex minni háttar fíkniefnamál komu upp á Selfossi um helgina í tengslum við frumkvæðisvinnu lögreglu. Fíkniefnahundurinn Buster kom við sögu í fimm tilvikanna. Þeir sem áttu hlut að máli voru með neysluskammt af kannabis. Einn viðurkenndi að hafa selt öðrum gramm af grasi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert