Dregið úr mengun á Húsavík

Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu …
Blágræna svæðið sýnir hvar líkur eru á mengun frá eldgosinu í dag. mynd/Veðurstofa Íslands

Í dag má búast við gasmengun norður af eldstöðinni í Holuhrauni. Almannavarnir segja að um kl. 8 í morgun hafi gasmengun mælst um 1700µg/m³ (míkrógrömm á rúmmetra) á Húsavík en fór svo niður fyrir 300 µg/m³ þegar leið á morguninn. 

Einnig mældist gasmengun 300 µg/m³ á Fáskrúðsfirði snemma í morgun.

Á morgun búast við gasmengun norðaustur af eldstöðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert