Ketkrókur handsamaður

mbl.is/Ásdís

Kjötþjófnaður var nýverið tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum, en karlmaður stakk inn á sig kjötvörum í verslun Nettó að verðmæti rúmlega 13 þúsund krónur. Maðurinn greiddi svo fyrir eina gosdós við kassann, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þegar hann hugðist yfirgefa verslunina var stöðvaður af starfsfólki. Þá framvísaði hann níu pakkningum af kjöti sem hann hafði stungið inn á sig. Segir lögreglan að þarna hafi Ketkrókur verið á ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert