Ók útaf í hálku í Heiðmörk

mbl.is/Hjörtur

Bifreið fór út af veginum í Heiðmörk um sjöleytið í gærkvöldi. Minniháttar slys urðu á fólki og var það flutt á slysadeild til aðhlynningar. Hálka var á veginum og  því talið að ökumaður bifreiðinnar hafi ekki sýnt nægilega aðgæslu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sem biður fólk um að skafa af rúðum áður en lagt er af stað út í morgunumferðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert