Flestir vilja leggja áherslu á kauphækkun

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Yfirgnæfandi stuðningur er á meðal félaga Flóabandalagsins, þ.e. Eflingar, Hlífar og VSFK, við það að sérstök áhersla verði lögð á hækkun lægstu launa umfram almenna hækkun í næstu kjarasamningum.

Þeirrar skoðunar voru 91,8% svarenda í nýlegri launakönnun sem Gallup gerði fyrir Flóabandalagið og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag. Þá vildu 76,2% að stéttarfélagið legði mesta áherslu á launahækkun í næstu samningum en áhersla á atvinnuöryggi hefur minnkað frá fyrri könnunum.

Þegar spurt var á hvað stéttarfélagið ætti að leggja mesta áherslu í næstu samningum gagnvart stjórnvöldum vildu flestir (26,8%) leggja áherslu á hækkun skattleysismarka. Stuðningur við það hafði aukist úr 21,5% frá launakönnun í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert