Launagreiðslur jukust um 8%

Starfsmönnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja fjölgaði um 1.400 (3%) milli áranna 2012 og 2013 og heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu jukust um 8% frá árinu 2012.

Heildarlaunagreiðslur jukust um 9% hjá örfyrirtækjum, 10% hjá litlum fyrirtækjum, 9% hjá meðalstórum fyrirtækjum og 6,5% hjá stórfyrirtækjum.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt Hagstofu Íslands sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og Litla Ísland sem er vettvangur þar sem smá fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum. Um niðurstöðurnar er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert