Tendrun Óslóartrésins frestað vegna veðurs

Oslóartréð sett upp á Austurvelli fyrir helgi.
Oslóartréð sett upp á Austurvelli fyrir helgi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta fjölskylduskemmtun vegna tendrunar Óslóartrésins á Austurvelli um viku vegna veðurs en hún átti að hefjast klukkan 15:30 á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

„Spáð er ofsaveðri í Reykjavík og á landinu öllu á morgun og því verður dagskránni sem vera átti á Austurvelli í tengslum við tendrun Ólsóartrésins frestað. Að höfðu samráði við almannavarnir hefur því verið ákveðið að fresta fjölskylduskemmtun vegna tendrunar Óslóartrésins um viku. Ljósin verða tendruð þegar veðrinu slotar svo Óslóartréð prýði borgina í vikunni en fjölskylduskemmtunin mun fara fram næstu helgi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert