Mannslíf minna virði en húshlutar?

Björgunarsveitamenn glíma reglulega við lausar þakplötur í fárviðrum. Árni segir ...
Björgunarsveitamenn glíma reglulega við lausar þakplötur í fárviðrum. Árni segir þetta skapa of mikla hættu fyrir of lítil verðmæti. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég tel að björgunarsveitirnar séu sendar í verkefni þar sem verið er að leggja of mikið að veði fyrir of lítil verðmæti,“ segir björgunarsveitarmaðurinn Árni Tryggvason í samtali við mbl.is. Árni skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann gagnrýnir hlutverk björgunarsveita í fárviðrum.

Árni, sem hefur verið virkur björgunarsveitarmaður í 33 ár, segir vissulega mikla þörf vera fyrir aðstoð sveitanna á slíkum stundum en varpar fram þeirri spurningu hvers eðlis sú aðstoð eigi að vera. „Við erum til í að leggja mikið á okkur til að bjarga lífi og heilsu samborgaranna, en að mínu mati er okkur því miður of oft vaðið út í allt of áhættusamar aðgerðir til að bjarga dauðum hlutum.“

Væri hægt að fyrirbyggja tjón

Hann bendir á að stór hluti hjálparbeiðna sem berist í fárviðrum snúist um að bjarga forgengilegum hlutum svo sem trampólínum, garðhúsgögnum og fjúkandi þakplötum, sem auðveldlega hefði verið hægt að fyrirbyggja að færu á flakk. Þá sé björgunarsveitamönnum of oft hætt upp á laus húsþök, sem auðveldlega getu svipst af með skelfilegum afleiðingum. 

„Mér finnst það ekki réttlætanlegt að senda menn upp á þak á húsi sem hefur verið viðhald hefur verið vanrækt árum saman og ekki mikil verðmæti liggja í, til að bjarga örfáum ryðguðum bárujárnsplötum. Í slíkum tilfellum ætti frekar að fá björgunarsveitarmenn til að fara í nærliggjandi hús og vara fólk við hættunni,“ segir hann og bætir við að húseigendur þurfi líka að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vanrækja eðlilegt viðhald og frágang. 

Of oft farið í hættulegar aðstæður

Þá bendir hann jafnframt á að þegar fárviðri er yfirvofandi sé mikilvægt að viðbúnaður sé þess eðlis að tjón verði í lágmarki. „Væri til að mynda hægt að hafa tiltæka krana og vörubíl með sandpokum. Þá myndi kraninn aka á þá staði þar sem þök væru á hreyfingu og fergja þakið án þess að stefna björgunarmönnum í hættu. Ég hef ekki kannað hvort sú aðferð gangi upp en við þurfum að meta hvort aðrar aðferðir séu mögulegar en þær sem notaðar eru. Vissulega þyrftum við í einhverjum tilfellum að fara í hættulega aðstæður, en það er of oft gert í dag. Svo má nefna að öryggisbúnaður okkar miðast við fjallamennsku en ekki við byggingavinnu sem er allt annars eðlis.“

Árni rifjar upp aðgerð sem hann tók þátt í fyrir nokkrum árum síðan til að bjarga þaki á húsi eins stærsta verktakafyrirtækis landsins. „Við komum þarna ómenntaðir sem iðnaðarmenn en vopnaðir kjarkinum og tókst að koma böndum á og hemja þakið. En inni sátu hópar iðnaðarmanna sem voru að mínu mati mun hæfari til að leysa verkefnið. Þá tók ég þá ákvörðun fyrir sjálfan mig að þetta væri orðið gott í bili.“

Leggja líf sitt í hættu til að koma í veg fyrir smávægileg tjón

Árni segir mikla þörf á hugarfarsbreytingu. „Ég veit af eigin raun að og margir úr okkar röðum veigra ekki fyrir sér að leggja líf sitt og heilsu í stórhættu til þess eins að bjarga hugsanlega örfáum bárujárnsplötum, þakrennu eða trjágrein sem skrapast getur utan í hús og skemmt eitthvað. Hér er að mínu mati kolröng áhersla í aðgerðum.“

„Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem of stór hluti björgunarsveitarmanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en húshlutar og auðbætanleg verðmæti.“

Fífldirfska að hindra tjón sem má fyrirbyggja

Hann segir það í margra hugum flokkast undir björgunarafrek og hetjudáð að hemja fjúkandi þakplötur. „Fyrir mér er það fífldirfska að hindra tjón sem auðveldlega má bæta og er ekki mannslífa virði.“

Þá segir Árni að bæturnar sem björgunarsveitarmenn eigi rétt á ef þeir lendi í tjóni í aðgerðum séu grátlega litlar. „Við teljum ekki eftir okkur að missa úr vinnu og hugsanlega vera frá vinnu í einhvern tíma eftir björgun fólks. Ef við lendum í líkamstjóni í aðgerðum tekur daga og vikur að komast á eðlilegar bætur, en slökkviliðsmaðurinn sem stendur við hlið okkar í sömu aðgerð á rétt á bótum strax eftir slys. Því er löngu tímabært að þessi mál verði tekin til gagngerar endurskoðunar, með hag allra að leiðarljósi,“ segir hann.

„Björgunarsveitirnar eru að vinna frábært starf og ég er stoltur af þátttöku minni í því starfi. En engin starfsemi, hversu góð sem hún er, er hafin yfir gagnrýni og best er ef sú gagnrýni kemur innan frá áður en eitthvað fer alvarlega úrskeiðis. Reyndar er orðinn brýn þörf á að sveitirnar fari yfir þau verkefni sem þær sinna á miklu breiðari grundvelli.“

Árni Tryggvason, björgunarsveitarmaður.
Árni Tryggvason, björgunarsveitarmaður. Ljósmynd/Úr einkasafni
Björgunarsveitamönnum er oft hætt upp á laus húsþök, sem auðveldlega ...
Björgunarsveitamönnum er oft hætt upp á laus húsþök, sem auðveldlega getu svipst af með skelfilegum afleiðingum. Ljósmynd/tók Sigurður Ó. Sigurðsson/Landsbjörg
Margir björgunarsveitarmenn veigra ekki fyrir sér að leggja líf sitt ...
Margir björgunarsveitarmenn veigra ekki fyrir sér að leggja líf sitt og heilsu í stórhættu. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur í íbúðarhúsi á Hnífsdal

Í gær, 23:55 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Hnífsdal á Vestfjörðum um áttaleytið í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er búið að slökkva eldinn, en en mikill reykur myndaðist. Einn var á sjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar. Meira »

Skora á borgina að borga skólagögnin

Í gær, 23:47 Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti skora á Reykjavíkurborg að afla nemendum borgarinnar skólagagna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var borgarstjóra og borgarfulltrúum nú í kvöld. Meira »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

Í gær, 23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

Í gær, 23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

Í gær, 21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

Í gær, 21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

Í gær, 20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

Í gær, 20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

Í gær, 19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

Í gær, 19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

Í gær, 19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

Í gær, 18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

Í gær, 18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

Í gær, 17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

Í gær, 18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Komið verði til móts við bændur

Í gær, 17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

Í gær, 17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
40 feta kæligámur til sölu
Til sölu 40 feta kæli/frystigámur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, Gámurinn hef...
Kolaportið alltaf gott veður !
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
UTSALA TOYOTA RAV 4 MODEL 1995 TIL 2000 VARAHLUTIR
Framleiðandi-Toyota Tegund-Jeppi Ár-1995 Akstur-351.000 Eldsneyti-Bensín ...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...