Segja borgina auka álögur

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is / Hjörtur

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt á fundi borgarstjórnar seint í gærkvöldi. Í bókun frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins kemur fram að álögur hafi hækkað.

Í tilkynningu frá meirihluta borgarstjórnar segir að fjárhagsáætlunin endurspegli áherslur meirihlutans sem finna megi í samstarfssáttmála hans. „Námsgjöld leikskóla lækka um rúm 6%, frístundastyrkur hækkar og systkinaafslættir þvert á skólastig verða að veruleika. Allt kemur þetta barnafjölskyldum í Reykjavík til góða,“ segir í tilkynningu meirihlutans.

Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir hins vegar að núverandi meirihluti ætli að halda áfram að auka álögur á fjölskyldur borgarinnar líkt og síðasti meirihluti hafi gert. „Þriggja barna fjölskylda þarf nú að greiða 25,5% meira fyrir þjónustu Reykjavíkurborgar en hún gerði árið 2010. Fjölskyldan borgar 561.000 kr. meira á næsta ári en hún gerði árið 2010 eða nálægt 10% meira en hækkun verðlags á sama tíma,“ segir í bókuninni en fjallað er um mál þetta íæ Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert