Megum búast við að lifa lengst allra

Lífslíkur eru mestar á Íslandi þrátt fyrir að við tökum mest af þunglyndislyfjum og séum feitust Norðurlandaþjóða.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu OECD um heilbrigði þjóðanna árið 2012. Lífslíkur við fæðingu hér á landi eru 83 ár en meðaltalið er 79,2 ár, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Lífslíkur íslenskra karla eru mestar allra og mega þeir búast við því að ná 81,6 æviárum. Konurnar eru hins vegar með 84,3 ára lífslíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert