„Í rauninni ósköp friðsælt gos“

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst. Lítið eldgos varð …
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst. Lítið eldgos varð 29. ágúst. Síðan hófst hraungosið í Holuhrauni 31. ágúst. mbl.is/Rax

„Þetta eldgos hagar sér öðru vísi en eiginlega öll þau gos sem við höfum séð hér á undanförnum áratugum.“

Þetta segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands í umfjöllun um eldgosið í Holuhrauni í Morgunblaðinu í dag. „Þetta er í rauninni ósköp friðsælt gos. Það gengur bara áfram dag eftir dag með litlum breytingum.“

Páll segir að hægt væri að finna allmarga atburði þar sem askja hefur sigið í tengslum við atburðarás sem er einhvers staðar utan við öskjuna sjálfa. Hann segir að 45 km fjarlægðin á milli Bárðarbungu og gossins í Holuhrauni væri ekki mjög mikil þegar sambærilegir atburðir á heimsvísu væru bornir saman.

Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst. Lítið eldgos varð …
Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu um miðjan ágúst. Lítið eldgos varð 29. ágúst. Síðan hófst hraungosið í Holuhrauni hinn 31. ágúst. mbl.is/RAX
Gufustrókar stíga upp af hrauninu.
Gufustrókar stíga upp af hrauninu. mbl.is/Rax
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert