Veðurstöðin í Hamarsfirði gaf sig

Á þessu línuriti af vef Vegagerðarinnar má sjá kraftinn í …
Á þessu línuriti af vef Vegagerðarinnar má sjá kraftinn í hviðunum í Hamarsfirði. Skjáskot/Vegagerðin

Sjálfvirka veðurathugunarstöðin í Hamarsfirði er hætt að senda frá sér mælingar en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands gerðist það laust eftir hádegi í dag. Skömmu áður en veðurstöðin þagnaði endanlega sýndu mælar hennar meðalvind upp á 39 m/s og allt að 67 m/s í hviðum.

Illviðrið sem nú geisar á Austurlandi mun vara fram á nótt. Það verður því ekkert útiveður í dag og í kvöld auk þess sem leiðindaveðri er spáð fyrir austan á morgun.

Um er að ræða veðurathugunarstöð sem er í eigu Vegagerðarinnar og segir veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sem mbl.is náði tali af, það afar ólíklegt að viðgerðarhópur fari af stað nú, enda er vart stætt í námunda við stöðina.

Aðspurður segir veðurfræðingur það mismunandi eftir tegundum hvað mælarnir þola en líklegt er að lega hafi gefið sig í tækjabúnaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert