Skjálfti upp á 5,4 stig

Rétt áðan, klukkan 09:26:50 varð skjálfti af stærð 5,4 við norðanverða brún Bárðarbunguöskjunnar. Um 40 skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu síðasta sólarhringinn, fimm mill 4 og 5 að stærð og um 10 milli 3 og 4, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Um tugur smáskjálfta hefur mælst í kvikuganginum.

Aðeins sást til eldgossins í morgun á vefmyndavél, en nú er farið að snjóa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert