Kerti innkölluð vegna mögulegrar hættu

Þeir sem keypt svona kerti eru beðnir um að nota …
Þeir sem keypt svona kerti eru beðnir um að nota þau ekki, heldur skila þeim til Ölgerðarinnar.

Þýski kertaframleiðandinn Gies hefur ákveðið að innkalla kubbakerti í stærðum 100x58, 130x58, 160x58 og 200x68 og í öllum litum sem seld hafa verið í verslunum. Ástæða innkölluninnar er sú að einstaka kerti virðast ekki brenna eðlilega og geta því valdið hættu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ölgerðinni.

„Tilkynnt hefur verið um slíkt atvik og öryggisins vegna hefur Gies brugðist við með því að innkalla þessi kerti. Þeir sem keypt hafa slík kerti eru beðnir um að nota þau ekki, heldur skila þeim til Ölgerðarinnar (aðalinngangur, Fosshálsmegin) gegn fullri endurgreiðslu eða úttekt á nýrri vöru. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að hljótast.

Nánari upplýsingar í síma 4128000 eða með tölvupósti á olgerdin@olgerdin.is,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert