Miklar úrbætur í raforkumálum

Varaaflsstöð Landsnets er fullbúin og hefur verið gangsett.
Varaaflsstöð Landsnets er fullbúin og hefur verið gangsett.

Stórt framfaraskref hefur verið stigið í raforkumálum Vestfirðinga með opnun varaaflsstöðvar í Bolungarvík.

Hún framleiðir raforku inn á Vestfjarðakerfið ef bilun verður í kerfinu og með uppsetningu snjallnetskerfis, sem Landsnet hefur sett upp á Vestfjörðum í samstarfi við Orkubú Vestfjarða. Það á að tryggja eins örugga afhendingu rafmagns til notenda og unnt er við núverandi aðstæður.

Nýja varaaflsstöðin og tengivirki í Bolungarvík eru lokahnykkurinn í átaki Landsnets til að efla afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum. Fresta þurfti formlegri opnunarathöfn í gær vegna veðurs, að því er fram kemur í umfjöllun um stöðina í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert