Holtavörðuheiði enn lokuð

mbl.is/Sigurgeir

Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálkublettir á Reykjanesbraut. Hálka eða snjóþekja er  á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi en þó er þungfært á Lyngdalsheiði.

Holtavörðuheiði er lokuð en unnið að hreinsun. Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vesturlandi en ófært á Fróðárheiði og verið að hreinsa aðra fjallvegi. Flughált er á Laxárdalsheiði.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka á láglendi en verið að kanna færð og hreinsa fjallvegi og koma nánari upplýsingar fljótlega.

Snjóþekja eða hálka er á Norðvesturlandi en búið er að opna Þverárfjall og unnið að hreinsun á öðrum vegum.  Hálka er á Öxnadalsheiði og flughálka í Norðurárdal í Skagafirði.

Hálka er á flestum leiðum á Norðurlandi eystra

Hálka er á flestum vegum á Austurlandi en snjóþekja á Fjarðarheiði. Hálka er einnig við Suðausturströndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert