Læknar funda hjá ríkissáttasemjara

Fundur samninganefnda Læknafélags Íslands og ríkisins sitja enn á fundi í húsi ríkissáttasemjara en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Fundurinn hefur staðið yfir í rúmlega þrjár klukkustundir. 

mbl.is greindi frá því í gær að samninganefnd LÍ hefði lagt fram nýjan flöt á eldri hugmynd á fundi þann 16. desember sl. Þorbjörn Jónsson, formaður félagsins, sagðist í samtali við mbl.is vonast til samninganefnd ríkisins legði eitthvað fram á fundinum sem stendur nú yfir. 

Í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að forsætisráðherra, fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra hefðu boðað Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins og Magnús Pétursson ríkissáttasemjara á fund í gær til að ræða almennt um kjaramálin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert