Slökkvistarfi að ljúka

Mikið tjón varð í eldsvoða í hausaþurrkun Stakksvíkur í Grindavík …
Mikið tjón varð í eldsvoða í hausaþurrkun Stakksvíkur í Grindavík í nótt Ljósmynd Svavar Þór Svavarsson

Verið er að slökkva í síðustu glæðunum í hausaþurrkun Stakkavíkur í Grindavík en fjölmennt lið slökkviliðsmanna af Suðurnesjum hefur barist við eldinn í alla nótt. Ljóst er að tjónið er mikið en ekki hægt að segja til um hversu mikið á þessari stundu, segir Ásmundur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík sem stýrir aðgerðum á staðnum. 

Hann segir að um þrjátíu manns hafi komið að slökkvistarfinu en auk slökkviliðsmanna komu björgunarsveitarmenn og lögregla til aðstoðar. Tilkynnt var um brunann í hausaþurrkuninni, sem er í byggingu við höfnina í Grindavík, á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Ásmundur segir ljóst að slökkviliðið verði að störfum áfram næstu klukkustundirnar enda þurfi að vakta svæðið ef eldurinn skyldi blossa upp á nýjan leik.

Nærliggjandi hús voru ekki í hættu að sögn Ásmundar en í sömu byggingu er stórt geymslurými sem slapp að mestu. 

Ekki er vitað um eldsupptök en rannsókn hefst í dag.

Mikið tjón í eldsvoða í Grindavík

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna af Suðurnesjum hefur barist við eldinn í …
Fjölmennt lið slökkviliðsmanna af Suðurnesjum hefur barist við eldinn í alla nótt. Ljósmynd Svavar Þór Svavarsson
Fiskþurrkun Stakksvíkur í Grindavík brann í nótt
Fiskþurrkun Stakksvíkur í Grindavík brann í nótt Ljósmynd Svavar Þór Svavarsson
fjölmennt lið slökkviliðsmanna af Suðurnesjum hefur barist við eldinn í …
fjölmennt lið slökkviliðsmanna af Suðurnesjum hefur barist við eldinn í alla nótt. Ljósmynd Svavar Þór Svavarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert