Dópaður ók á móti rauðu ljósi

Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för manns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði ekið á móti rauðu ljósi og eins fundust fíkniefni í bílnum. Hann var látinn laus að lokinni blóð- og skýrslutöku.

Lögreglan kærði fjóra í nótt fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur en þeir köstuðu af sér vatni þar sem það er bannað.

 Á tólfta tímanum í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður grunaður um ölvunarakstur. Þegar búið var að taka blóðprufu úr manninum var ákveðið að láta hann gista í fangageymslu vegna frekari rannsóknar. Lögreglan stöðvaði einn ökumann á fjórða tímanum sem er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hann er þess fyrir utan sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni blóð- og skýrslutöku. Hið sama á við um annan ökumann sem var stöðvaður undir áhrifum fíkniefna um svipað leyti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert