Búið að loka Hellisheiði

Hellisheiði er lokuð.
Hellisheiði er lokuð. mbl.is/Árni Sæberg
Búið er að loka Hellisheiði. Þar er hríðarveður. Hins vegar eru batnandi horfur þegar líður á daginn. Opið er um Þrengslaveg. Einnig er lokað um Hvalfjörð.

Veður hefur verið að versna á suðvesturlandi. Spáð er vaxandi suðaustanátt sunnan og vestanlands. Nú er slydda og rigningu. Búast má við hríðarveðri á fjallvegum s.s Hellisheiði,
Bröttubrekku og á Fróðárheiði, einnig á Vestfjörðum fram eftir degi en slyddu seinnipartinn. Hlýnandi veður og fer að rigna víðast hvar á láglendi síðdegis. Rignir fram á kvöld en þá snýst í hægari suðvestanátt með kólnandi veðri og ísingarhætta mikil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert