Hálka og hálkublettir víða

Umferð við Bústaðabrú nú í morgun, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Umferð við Bústaðabrú nú í morgun, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Það er hálka og snjóþekja á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi. Flughált er undir Eyjafjöllum og að Vík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Vesturlandi er hálka og snjóþekja.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum. Flughálka er á milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Þæfingsfærð er á Gemlufallsheiði og hálka og þoka á Steingrímsfjarðarheiði.

Snjóþekja eða hálka er á Norður- og Austurlandi.

Á Suðausturlandi er hálka og víða flughált.

Vegna óvenju mikils jarðsig á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert