Persónuafsláttur hækkar um 0,8%

Samkvæmt gildandi lögum um tekjuskatt skal í upphafi árs hækka persónuafslátt hvers einstaklings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs næstliðna tólf mánuði.

Á grundvelli þessa verður persónuafsláttur 610.825 kr. fyrir árið 2015, eða 50.902 kr. að meðaltali á mánuði.

Persónuafsláttur einstaklinga hækkar því um 4.848 kr. milli áranna 2014 og 2015, eða um 404 kr. á mánuði, og nemur hækkunin 0,8%. Tekjumiðunarmörk munu hækka um 6,6% og tryggingargjald lækka um 0,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert