Björt framtíð ynni mann af Framsókn

Frá fundi borgarráðs fyrir skömmu.
Frá fundi borgarráðs fyrir skömmu.

Björt framtíð vinnur mann á kostnað Framsóknarflokksins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup á fylgi flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur. RÚV sagði frá könnuninni.

Fylgi Samfylkingar og Framsóknarflokksins minnkar samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað meðan aðrir flokkar bæta við sig fylgi.

Samfylkingin fékk 29% í könnuninni, Sjálfstæðisflokkurinn 25%, Björt framtíð 18%, Píratar 11%, VG 10% og Framsóknarflokkurinn 6%.

Gallup gerði könnunin á rímabilinu 17. nóv. til 17. des. Úrtakið í könnuninni var ríflega 4.100 og var svarhlutfall rúm 60%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert