Börn geta kafnað vegna snuðhaldara

Snuðhaldari frá Esska.
Snuðhaldari frá Esska.

Lindex hefur ákveðið að innkalla snuðhaldari frá Esska sem hefur verið í sölu hjá verslunum fyrirtækisins en uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Gormur sem er í snuðhaldaranum kann, undir ákveðnum kringumstæðum, að losna og getur fest í hálsi  barna og þannig orsakað hættu á köfnun.

Snuðhaldarinn hefur verið innkallaður samkvæmt ósk frá framleiðandanum Esska í varúðarskyni og fer fyrirtækið fram á það við alla viðskiptavini sem keypt hafa snuðhaldarann að snúa sér til næstu verslunar Lindex og fá endurgreitt að fullu. 

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Esska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert