Flughált sumstaðar á landinu

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Hálka er mjög víða á Suðurlandi.

Vestanlands er hálka og snjóþekja á flestum vegum þó er greiðfært frá Borgarnesi og til Reykjavíkur. Flughált er í Hvítársíðu og á Útnesvegi. Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Flughálka er í vestanverðum Hrútafirði og í Langadal. Hálka, snjóþekja og éljagangur er víða á Norðurlandi og sumstaðar skefur. Vegna óvenju mikils jarðsig á Siglufjarðarvegi eru vegfarendur beðnir að gæta ýtrustu varúðar.

Hálka eða snjóþekja er á Austurlandi og sumstaðar skafrenningur og snjókoma. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fjarðarheiði. Á Suðausturlandi er hálka mjög víða en flughált er á Mýrdalssandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert