Verður nóg fyrir alla landsmenn

Hvítöl, malt og appelsín er algengt á borðum landsmanna um …
Hvítöl, malt og appelsín er algengt á borðum landsmanna um jólin. mbl.is/Styrmir Kári

Allt hvítöl er uppselt í verslun Bónuss við Korputorg og fékk starfsmaður mbl.is þær upplýsingar að ekkert væri eftir hjá birgjanum. Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem framleiðir hvítöl, jólaöl og malt, segir hins vegar að ekki þurfi að grípa um sig nein angist þar sem nóg verði til fyrir alla landsmenn.

„Gerðum ráð fyrir talsverðri aukningu en það er búið að vera ansi líflegt í búðunum,“ segir Andri í samtali við mbl.is. Hann segir að fyrirtækið vinni nú að því að flytja þessa jóladrykki þjóðarinnar á milli verslana og verið sé að passa upp á að ekki verði til lager í einstökum búðum, heldur að ölið dreifist þangað sem þess er þörf. „Það verður nóg fyrir alla landsmenn,“ segir hann.

Jólavertíðin hefur að sögn Andra gengið mjög vel í ár og hefur sala á jólaöli, hvítöli, malti og öðrum drykkjum í þessari fjölskyldu aukist nokkuð síðustu árin. Þá hafi stórubrandajólin í ár áhrif til enn frekari aukningar. Ölgerðin selur um 1,5 milljón lítra af drykkjunum frá október og út desember, en Andri segir að það sé um 19 glös af malti og appelsíni. Í ár hafi þetta aftur á móti eitthvað aukist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert