„Þetta er bara stórfurðulegt“

Ófeigur Sigurðsson
Ófeigur Sigurðsson mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skáldsaga Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, er ein mest selda bókin fyrir jólin. Öræfi hefur jafnframt fengið frábæra dóma og hlaut til að mynda bóksalaverðlaunin í síðustu viku. 

„Þetta er bara stórfurðulegt,“ segir Ófeigur aðspurður hvað honum finnist um velgengnina. „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi komið mér á óvart.“

Ófeigur segir að það sé samspil margra þátta sem hefur leitt til velgengninnar og að ýmsir hlutir hafi gengið upp. „Núna er fimmta prentun í gangi sem er bara rugl. Ég átta mig engan veginn á þessu.“

Rithöfundurinn segist nú byrjaður á næstu verkum. „Maður heldur bara áfram að vinna í sínu. Það sem tekur kannski við núna er betri einbeiting,“ segir Ófeigur og hlær.

Ófeigur hlaut verðlaun bóksala

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert