45 þúsund í Kringlunni

Aðsóknin í Kringluna var mikil þessa Þorláksmessuna.
Aðsóknin í Kringluna var mikil þessa Þorláksmessuna. mbl.is/Árni Sæberg

„Aðsóknin í dag hefur verið mjög fín,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, um Þorláksmessuaðsóknina í gær. Hann bætti því við að aðsóknin hinn 22. desember hefði verið meiri en á Þorláksmessu í fyrra.

„Það stefnir allt í að aðsóknin í dag verði einnig yfir Þorláksmessuaðsókninni í fyrra. Hljóðið er mjög gott í kaupmönnum og við erum að sjá aukningu upp á tæp 4% í aðsókn í desember,“ segir hann.

„Við erum með tuttugu manns í umferðarstjórnun við húsið og svo erum við með aukna gæslu í húsinu,“ segir Sigurjón í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að 22. desember hafi 42 þúsund manns heimsótt Kringluna og taldi Þorláksmessuaðsóknina hafa verið hátt í 45 þúsund manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert