Aldrei fleiri jólakveðjur á RÚV

Gerður G. Bjarklind las jólakveðjur í fertugasta sinn fyrir þessi …
Gerður G. Bjarklind las jólakveðjur í fertugasta sinn fyrir þessi jól. mbl.is/Árni Sæberg

Aldrei hafa fleiri jólakveðjur verið lesnar í Ríkisútvarpinu en í ár. Yfir 3.200 kveðjur voru lesnar fyrir þessi jól en í fyrra bárust um 2.700 kveðjur.

Alls var lesið í 17 klukkustundir, sem er tveimur tímum meira en í fyrra. Hófst lesturinn 22. desember og lauk um miðnætti í gær.

Að vanda var Gerður G. Bjarklind ein af þeim sem lásu kveðjurnar en þetta var í fertugasta sinn sem hún las. Áberandi fjölgun var hjá ungu fólki sem sendi kveðju, en bókunum í gegnum vefinn fjölgaði mjög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert